Útgerð frystitogara frá Reykjavík skreppur saman.
Fréttatilkynning frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. Útgerð frystitogara frá Reykjavík skreppur saman Útgerðarfélag Reykjavíkur hf (ÚR) hefur sett frystitogarann Guðmund Í Nesi RE-13 á söluskrá og sagt upp öllum sjömönnum í áhöfn hans, samtalst 36 mönnum. ÚR harmar...
read moreNafnabreyting, nýtt nafn Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.
Nafnið á Brim hf. breytist í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins þann 14. sept 2018. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Nýtt nafn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf er eina breytingin og engar...
read moreKæra vegna brottkasts
„Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu...
read more
Kleifaberg RE 70
Smíði: Pólland 1974 Brt.893.3 Lengd 69.57 Breidd 11.3 Dýpt 7.3
Skipstjórar: Víðir Jónsson og Árni Gunnólfsson
Sími brú: 851 2250
Sími áhöfn: 851 2251
Ljósm: Óskar Þ. Halldórsson

Guðmundur í Nesi RE 13
Smíði: Noregur 2000
Brt. 2464 Lengd 66.0 Breidd 14.0 Dýpt 8.67
Skipstjórar:
Kristján Guðmundsson og Þorgrímur Jóel Þórðarson
Sími brú: 851 2025
Sími áhöfn: 851 2026
Fisktegundir
Blálanga
Molva dypterygia
Blálanga er meðalstór eða stór, langur og mjósleginn þorskfiskur. Hann er vanalega 70 til 110 sm langur en getur orðið 155 sm. Blálanga er djúpsjávarfiskur og finnst á bilinu 130 til 1500 m en er oftast á 350 til 500 m dýpi á leirbotni.
Grálúða
Hlýri
Anarhichas minor
Hlýri er steinbítstegund, töluvert stærri en steinbítur og er við kynþroska 70 – 90 sm og 4-8 kg. Hann getur orðið allt að 180 sm og 26 kg. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Hlýri finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5°C og á 50-800 m dýpi en finnst líka í allt að 25 m dýpi á norðlægum slóðum í Kanada.
Litli karfi
Sebastes viviparus
Litli karfi er mun minni en stóri karfi og verður um 18-30 cm á stærð. Lengsti fiskur sem veiðst hefur var um 38 cm. Litli karfi er rauðgulgrár að lit að ofan og á hliðum og nær hvítur á kviðnum. Litli karfi finnst í N-Atlantshafi. Frá norðanverðum Noregi, suður í Norðursjó, við Skotland, við Færeyjar og Ísland. Hann er einnig við A-Grænland og við austurströnd Norður-Ameríku. Hér við land er hann aðallega við S- og SV-land, en einnig við V- og NV-land.
Ástand stofns (Opnast í öðrum glugga)
Síld
Clupea harengus
Síld einnig nefnd Atlantshafs síld er fisktegund sem finnst beggja vegna Norður-Atlantshafsins þar sem hún safnast í stórar torfur eða flekki. Síld er algengasta fisktegund í heimi þegar taldar eru með Kyrrahafs-og Sílesíldin líka. Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur þótt hún hrygni við botn. Hún finnst frá yfirborði og niður á 20-250 metra dýpi, er ekki sérlega viðkvæm fyrir seltustigi sjávar og á það jafnvel til að flækjast upp í árósa.
Steinbítur
Anarhichas lupus
Steinbítur lifir í sjó um allt Norður-Atlantshafið, bæði að austan og vestan. Hann er sívalur og aflangur og hreistrið er smátt og inngróið sem gerir hann sleipan. Einn bakuggi liggur eftir endilöngum hryggnum og sömuleiðis einn langur gotraufaruggi frá gotraufinni að sporði að neðan. Hann verður yfirleitt um 80 cm langur, en getur orðið allt að 125 cm. Hann heldur sig á leir- eða sandbotni á 20-300 metra dýpi. Steinbítur er langmest veiddur á línu.
Gullkarfi
Sebastes marinus (norvegicas)
Djúpkarfi
Sebastes mentella
Djúpkarfi eða úthafskarfi er karfategund. Hinn eiginlegi karfi sem hefur verið mikilvægasti stofninn fyrir veiðar Íslendinga er gullkarfinn ásamt djúpkarfanum. Djúpkarfinn veiðist innan og utan landhelgi Íslands. Hann er að finna víða fyrir vestan, sunnan og austan land. Megnið af fengnum afla er stór karfi fenginn á miklu dýpi í eða utan við íslenska fiskveiðilögsögu.
Kolmunni
Micromesistius poutassou
Kolmunni er hvítur fiskur af þorskaætt. Hann finnst í Norður- og Norðaustur-Atlantshafi, allt frá Svalbarða að strönd Norður-Afríku. Hann verður um hálfur metri á lengd og getur náð tuttugu ára aldri. Kolmunni var lítið veiddur fyrir 1980 en er nú orðinn mikilvægur nytjafiskur. Hann er fremur smávaxinn, rennilegur, lang- og grannvaxinn. Kolmunni er einn af 10 mest veiddu fisktegundum í heimi. Stofninn er mjög stór og aðallega veiddur í Norðaustur-Atlantshafi í flottroll.
Loðna
Mallotus villosus
Loðna er smávaxinn fiskur sem heldur sig í torfum uppi í sjó. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu.
Hrygna nær allt að 20 sm lengd og hængur verður allt að 25 sm langur. Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland. Loðna er aðalfæða þorsks og flestallir fiskar sem éta aðra fiska lifa á loðnu einhvern hluta ævi sinnar. Loðna er brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu, en er einnig notuð til manneldis. Loðnuhrogn eru eftirsótt matvara í Japan.
Ástand stofns (Opnast í öðrum glugga)
Skarkoli
Pleuronectes platessa
Skarkoli er algengur flatfiskur af rauðsprettuætt. Skarkolinn lifir við strendur, algengast á 10 til 50 metra dýpi en hann finnst þó allt niður á 200 metra dýpi. Kjörlendið er sand- og leirbotn. Hann finnst við allt Norður-Atlantshaf allt frá Barentshafi til Miðjarðarhafs og einnig við eyjar eins og Ísland og Grænland.
Skarkoli er eftirsóttur matfiskur og í Bretlandi er hann oft hafður í “fish and chips”.
Þykkvalúra
Microstomus kitt
Þykkvalúra eða sólkoli er flatfiskur af flyðruætt. Hún á heimkynni sín í grunnum höfum í Norður-Evrópu, þar sem hún lifir á sand- eða leirbotni í um 200 metra dýpi. Þykkvalúran hefur lengi verið í hávegum höfð sem matfiskur þó ekki hafi verið mikið veitt af henni við Íslandsstrendur, hún kemur mest sem aukafli við veiðar á kola enda heldur hún sig á svipuðum slóðum og þeir. Þykkvalúran er helst veidd í botntroll og net og mest er flutt út af þykkvalúrunni með gámaflutningi og næstmest er hún fryst í landi.
Gulllax
Argentina silus
Gulllax lifir á 100-1400 metra dýpi, yfirleitt miðsævis og á leir- og sandbotni. Hann hefur langan bol, stutta sterklega stirtlu og djúpsýldan sporð. Augun eru stór en kjafturinn lítill, hann hefur einn stuttan bakugga og veiðiugga á stirtlu. Gulllaxinn er gulllitaður á hliðunum, dökkur á baki og ljós á kviði.
Gulllax á heimkynni sín í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hann frá sunnanverðum Svalbarða í Barentshafi suður í Skagerak og Norðursjó.
Langa
Makríll
Scomber scombrus
Makríll er hraðsyntur uppsjávarfiskur af makrílætt, sem finnst í Norður-Atlantshafi. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Hann er langlífur og hefur hámarksaldur makríls greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 sm langir. Makríll er vinsæll matfiskur og þykir ljúffengur. Hann er annað hvort eldaður eða notaður sem sashimi.
Þorskur
Gadus morhua
Þorskur er almennt heiti yfir fiska af ættkvíslinni Gadus af ætt þorskfiska, þótt að í íslensku sé oftast átt við Atlantshafsþorsk (Gadus morhua). Þorskur er vinsæll matfiskur með þétt hvítt kjöt. Þorsklifur er brædd í þorskalýsi sem inniheldur A-vítamín, D-vítamín og Ómega-3 fitusýrur.
Ufsi
Pollachius virens
Ufsi er af þorskaætt. Ufsi er algengur allt í kringum Ísland en er mun algengari í hlýja sjónum sunnan og suðvesturlands en undan Norður- og Austanlandi. Ufsi er mjög hreyfanlegur fiskur og er mjög háður umhverfisaðstæðum. Hann er ýmis uppsjávar- eða botnfiskur. Hann hefur fundist á 450 metra dýpi en heldur sig aðallega frá yfirborði og niður á 200 metra dýpi.
Ýsa
Melanogrammus aeglefinus
Ýsa er fiskur sem er algengur á grunnsævi á norðurhveli jarðar. Hún lifir á 10-200 metra dýpi og er útbreidd í Norður-Atlantshafi. Hún er náskyld þorski og verður allt að metri að lengd og 20 kíló að þyngd. Hún er blágrá að lit, með svarta rönd eftir síðunni og skeggþráð á neðri góm. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni. Ýsan er að langmestu leyti veidd í botnvörpu og á línu.