Gæðamat

fyrirtaekid_image

Gæðastefna Brims hf. fyrir framleiðslu á ferskum og frystum fiskafurðum er eftirfarandi:

Brim hf. framleiðir einvörðungu vöru af réttum gæðum og er leiðandi í gæðamálum á  markaðssvæðum fyrirtækisins. Brim hf. er matvælaframleiðandi sem framleiðir matvæli fyrir innlendan og erlendan markað. Til þess að ná gæðamarkmiðum setur fyrirtækið sér starfsreglur sem byggja á áhættuþáttagreiningu (HACCP), þar sem öryggi og gæði vörunnar eru í fyrirrúmi. Það er  stefna fyrirtækisins að starfrækja ávallt virkt innra eftirlit sem tryggir öryggi og heilnæmi afurða.